HILMAR S. SIGURÐSSON
Stjórnarformaður OG EIGANDI
Hilmar S. Sigurðsson er viðskiptafræðingur og MBA frá Háskóla Íslands og hefur viðamikla reynslu úr fasteigna- fjármála- og hugbúnaðargeiranum.
Hilmar hefur komið að fjölda fasteignaverkefna innan lands sem utan. Hilmar var framkvæmdastjóri Byggingafélags Arnarnes sem þróaði Arnarneslandið í Garðabæ, og meðeigandi og framkvæmdastjóri fasteignaráðgjafarfélagsins Klasi Investment Services.
Hilmar var framkvæmdastjóri þýska fasteignafélagsins BNRE Investment GmbH & Co.KG. sem var eigandi 70.000 fermetra lóðar í miðborg Berlínar og yfir 40.000 fermetra atvinnuhúsnæðis í útlegu.
Hilmar sat í stjórn norska fasteignasjóðsins GREF fyrir hönd Íslandsbanka, en sjóðurinn fjárfesti í fasteignaverkefnum í Noregi.
Hilmar starfaði sem viðskiptastjóri í eignastýringu hjá Íslandsbanka, og var framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyritækisins Innn hf. um árabil.
AXEL OMARSSON
framkvæmdastjóri OG EIGANDI
Axel Omarsson stundaði undergraduate nám í viðskiptafræði vð RSU í Oklahoma, og í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Axel er BA í ensku og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfviðskiptum skv. lögum 161/2002 um fjármálafyrirtæki og markaði. Axel hefur víðtæka reynslu úr fasteigna- og hugbúnaðargeiranum bæði á Íslandi og erlendis.
Axel var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar TM-Software þar sem hann leiddi yfirtökur og samruna TM-Software á fjölda fyrirtækja bæði á Íslandi og í Evrópu. Axel var framkvæmdastjóri TM-Software hf. í Evrópu um árabil, sem var leiðandi í útflutningi á íslenskum hugbúnaðarlausnum á heilbrigðissviði til Norðurlandanna og Evrópu.
Axel starfaði sem viðskiptastjóri í eignastýringu hjá Íslandsbanka, og var meðeigandi og starfandi stjórnarmaður í fasteignaráðgjafar-félaginu Klasi Investment Services.
Axel var framkvæmdastjóri í þýska fasteignafélaginu BNRE Investment GmbH Co.KG í Berlín um árabil. Axel starfaði einnig sem yfirmaður framkvæmda á Íslandi hjá Grassy Creek LLC, 2022-2024.