Miðgarður 2 - Bryggjan Grindavík
Miðgarður 2 er um 1800 m2 bygging á bakka Grindavíkurhafnar. Byggingin var upphaflega byggð 1980 fyrir starfsemi netagerðar. Í dag starfar netagerðin í hluta hússins, samtengt starfsemi Bryggjunnar, sem er veitingafyrirtæki á sviði ferðaþjónustu. Starfsemi netagerðarinnar er sýnileg matargestum Bryggjunnar og tengir gesti sem aðallega eru ferðamenn við sjávarútveg á Íslandi.